Skilmálar og persónuvernd

1. Upplýst samþykki

Með notkun á Bókavélinni samþykkir þú þessa skilmála og persónuverndarstefnu.

2. Tilgangur verkefnisins

Bókavélin er rannsóknarverkefni sem miðar að því að auka lestraráhuga barna með hjálp gervigreindar. Gögnin sem safnast verða nýtt til að meta gæði mállíkans og niðurstöður verkefnisins munu nýtast í rannsóknir á lestrarvenjum og þróun betri aðferða til að mæla með bókum.

3. Notkun gagna og persónuvernd

Við söfnum aðeins ópersónugreinanlegum gögnum í rannsóknarskyni, þar á meðal:

  • Svör við spurningum um lestrarvenjur og bókasmekk
  • Upplýsingar um hvaða bækur eru merktar sem lesnar
  • Bókameðmæli ásamt rökstuðningi frá mállíkani
  • Hvernig bókavélin er notuð og hvaða tillögur eru gefnar

Við söfnum ekki persónuupplýsingum eins og nafni, netfangi eða staðsetningu. Öll gögn eru geymd nafnlaust og eru einungis notuð í rannsóknarskyni og til að bæta þjónustuna.

4. Frjáls þátttaka

Þátttaka þín í þessu verkefni er frjáls og þú mátt hætta notkun hvenær sem er. Ópersónugreinanlegar upplýsingar sem hafa safnast gætu áfram verið notaðar í rannsóknarskyni.

5. Hugverkaréttur

Gögnin sem safnast verða eign rannsóknarverkefnisins og má nota til frekari greiningar, þjálfunar gervigreindarlíkana eða annarra rannsóknarmarkmiða.

6. Breytingar á skilmálum

Við áskiljum okkur rétt til þess að breyta þessum skilmálum hvenær sem er. Áframhaldandi notkun kerfisins eftir breytingar telst samþykki á nýjum skilmálum.

7. Samband

Ef þú hefur einhverjar spurningar eða athugasemdir varðandi verkefnið eða þessa skilmála, vinsamlegast hafðu samband við Steinar Braga Sigurðarson (sbs88@hi.is) eða Hafstein Einarsson (hafsteinne@hi.is).

Háskóli Íslands